Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gera það sem þeim sýnist eða hvað?

Nú undanfarið hef ég verið að velta því fyrir mér hvort fréttamenn á sjónvarpsstöðvunum séu orðnir þreyttir eða bara leiðir, eða voru þeir/þær send í skóla til að læra almenna mannasiði? Ég spyr mig að þessu þar sem ég alveg hætt að heyra hvatvísar,harðar,ósvífnar og allt að því dónalegar fyrirspurnir til stjórnmálamanna sem eru í viðræðum í sjónvarpi í dag. Hvað kom eiginlega fyrir, ekki vil ég trúa því að fréttamenn séu sammála öllu því sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag og að núverandi stjórnarherrar geti bara gert það sem þeim sýnist og fréttamenn eru bara glaðir með þetta allt saman? Halló vaknið og gerið eitthvað í málunum!!

Borgum ekki

Jæja eigum við nú að borga skuldir Icesave svo við getum farið inn í Evrópubandalagið halda Bretum góðum svo þeir fari ekki enn meiri fýlu við okkur og sjái til þess að Jóhanna þessi gamla gráhærða,indæla kona sem er alveg sama þó hún gefi Ísland til að komast inn í bandalagið sitt, er löngunin svo mikil að það er allt á sig leggjandi bara til að komast þarna inn. Í samninganefndina fyrir okkur eru sendir menn sem er ekki vanir samningamenn Bretar hafa alla yfirburði í samningastöðunni og hvað gerir ríkistjórnin semur og svo gott sem selur okkur Bretum.

Er þetta ekki frábær ríkisstjórn? 


Verðmunur á bensíni!

Í dag brá ég mér til Reykjavíkur sem í sjálfu sér er ekki í frásögu færandi nema að ég þurfti  að taka bensín í Hveragerði. Byrjaði á því að fara inn á plan hjá N1 en vegna anna á dælum varð ég frá að hverfa og fór yfir á Orkuna og tók bensín þar. Um leið og ég var að dæla bensíni á bílinn hjá mér fór ég að skoða verðmuninn á þessum tveimur stöðvum þegar ég sá að ekki munaði nema 5 aurum á lítranum hvorki meira né minna,Shocking    Af hverju er vermunurinn ekki meiri sérstaklega þegar það er skoðað að önnur stöðin er sjálfsafgreiðslu stöð en hin er þjónustustöð. Það væri gaman að fá einhverjar upplýsingar um þetta.Smile

Yndislegur dagur

Það er óhætt að segja að dagurinn í dag sé yndislegur, veðrið leikur við hvern sinn fingur í það minnsta á mínum heimaslóðum og mér finnst allir sem ég hitti í dag í „voðalega“ góðu skapi enda ekki annað í boði. Við stöllurnar frá Lundi fórum til höfuðborgarinnar í dag,  fórum í einn af framhalds skólum borgarinnar og tókum eitt stykki próf sem ég held að hafi bara tekist vel. Heim var ég kominn meðan sól var enn hátt á lofti og fann ilminn sem sveitarsælan færir manni oft og einatt ! en yndislegt þetta líf.Wink

Auglýsingar!

Í dag fékk ég póst frá foreldrasamtökum sem berjast gegn auglýsingum á áfengi. Sjálfri er mér alveg sama hvort áfengi er auglýst eða ekki,(það er bannað með lögum að auglýsa áfenga drykki) það sem mér finnst athugavert við þetta  er þessi ofboðslega forræðishyggja sem tröllríður þjóðfélaginu,hvað er það sem verður næst bannað að auglýsa.En hvort sem  ég vildi áfengis auglýsingar eður ei  þá færi ég ekki út í það bull að eyðileggja annarra eigur eins og heimasíðu foreldra sem eru tilbúnir í að berjast gegn þessu. Ef þessi foreldrasamtök ná þessu fram þá hef ég ákveðnar efasemdir um að þar verði staðar numið HVAÐ VERÐUR REYNT AÐ FÁ BANNAÐ NÆST? Errm

Hvað vil ég?

Ég vil stjórn til valda sem kemur skikki á hlutina, kemur bankakerfinu í gang og tekur raunhæft á málum heimili og fyrirtækja. Það er nefnilega staðreynd að ef fyrirtækin í landinu eru óstarfhæf þá erum við ekki í góðum málum. Einhvern veginn finnst mér núverandi stjórnarherrar ekki ná tökum á þessu, krónan fellur og fellur hvar er seðlabankastjórinn hefur hann enga stjórn á þessu, ekki er Davíð að þvælast fyrir núna eða hvað? Bensín hækkar og hækkar, hvar eru bílflauturnar, hvar er búsáhaldabyltingin, hvar er Bubbi ríki. Það er heyrist ekki í nokkrum manni, það eru kannski allir svona ánægðir núna, þó að bensín hækki og öll önnur vara líklega er ég bara ein um þetta. Vinstri grænir búnir með byltinguna og komnir til valda og telja víst best að þegja alla vega meðan þeir eru í stjórn. En hver veit nema að allt byrji upp á nýtt ef ekki gengur allt upp hjá þeim blessuðum!Halo

Skattar og lág laun!

Jæja þá er það komið á hreint hver stefna Vinstri grænna er, hækka skatta og lækka laun er það nú stefna. Þetta  telja þeir að sé  besta lausnin fyrir heimilin í landinu að bæta aðeins í skuldirnar ekki lækka þær.

Og svo ætlar Samfylkingin að búa til fjögur eða sexþúsund störf í lagfæringar á gömlu húsnæði í eigu ríkisins og leggja gangstéttir eða göngustíga, hvers konar lausnir eru þetta eiginlega hvar eru alvöru lausnir sem virka fyrir okkur fólkið í landinu, ég get allavega talað út frá mínum dyrum ég hef ekki efni á að borga hærri skatta og enn síður láta lækka launin mín.   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband