Hvað vil ég?

Ég vil stjórn til valda sem kemur skikki á hlutina, kemur bankakerfinu í gang og tekur raunhæft á málum heimili og fyrirtækja. Það er nefnilega staðreynd að ef fyrirtækin í landinu eru óstarfhæf þá erum við ekki í góðum málum. Einhvern veginn finnst mér núverandi stjórnarherrar ekki ná tökum á þessu, krónan fellur og fellur hvar er seðlabankastjórinn hefur hann enga stjórn á þessu, ekki er Davíð að þvælast fyrir núna eða hvað? Bensín hækkar og hækkar, hvar eru bílflauturnar, hvar er búsáhaldabyltingin, hvar er Bubbi ríki. Það er heyrist ekki í nokkrum manni, það eru kannski allir svona ánægðir núna, þó að bensín hækki og öll önnur vara líklega er ég bara ein um þetta. Vinstri grænir búnir með byltinguna og komnir til valda og telja víst best að þegja alla vega meðan þeir eru í stjórn. En hver veit nema að allt byrji upp á nýtt ef ekki gengur allt upp hjá þeim blessuðum!Halo

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigurðsson

Sæl Kristin,Það ma ekki gerast að her verði vinstristjorn eftir kosningar hvar lendum við þa? Nei eg segi og skammast min ekki kjosum Sjalfstæðisflokkinn.

Guðjón Sigurðsson, 18.4.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband