21.3.2009 | 22:38
Dagurinn í dag var góður
Tjaldurinn er kominn og mér skilst að það hafi heyrst í Lóunni á Klaustri, en hún er örugglega á leiðinni hingað í Fljótshlíðina. Það var frábært veður í dag allavega fram eftir degi. Fór á Selfoss þar sem ég var á kjördæmisfundi sem var alveg frábær,
þar var listi okkar manna samþykktur, enda bara röð af frábæru fólki á listanum, sem örugglega á eftir að standa sig með heiðri og sóma í komandi kosningum sem styttist óðum í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 17:36
Get ekki á mér setið.
Hvernig getur forsætisráðherra sagt að arðgreiðslur séu siðlausar mér er spurn. Hvað með þá sem kjósa að hafa peninga sína örugga inn á bankabók með 18% vöxtum er það ekki arðgreiðsla sem fenginn er með því . Af hverju blæs ekki ráðherrann yfir því. Ef enginn vill setja peninga sína í áhættufjárfestingar hvar væru fyrirtæki þá stödd, þá þyrfti Jóhanna allavega ekki að hafa nein orð um siðleysi því það væru engin fyrirtæki. Ég mæli með að Jóhanna kynni sér rekstur á fyrirtækjum áður en hún lætur svona bull út úr sér sem er bara sorglegt og lýsir með endemum hvað ráðherra veit lítið um rekstur fyrirtækja.
Starfsfólkið fær 13.500 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)