Hvar er lýðræðið núna

Svo mikið liggur á að koma stjórnarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnarskránni í gegnum þingið að allt annað er aukaatriði. Hvað er svona rosalega mikilvægt í þessari stjórnarskrábreytingu að allt annað er látið sitja á hakanum. Ég hélt í einfeldni minni að þessir ágætu menn sem mynduðu síðasta stjórnarsamstarf að annað gengi fyrir svo sem eins og að endurreisa bankakerfið svo atvinnulífið kæmist í gang. Núna er Davíð blessaður ekki að þvælast fyrir Jóhönnu og co. En þá virðist bara allt loft farið úr öllum og ekkert er að gerast sem er bitastætt og kemur sér vel fyrir fólk sem er á síðasta snúning með greiðslur og jafnvel komið í vanskil. Ég hélt að allir þyrftu að vera sammála bæði stjórnarandstaða og ríkisstjórn þegar svona mikilvægar ákvarðanir eru teknar sem í raun koma okkur öllum við sem enn búum á þessu skeri, en ekki bara reynt að koma þessu í gegn með góðu eða illu. Þess vegna spyr ég hvar er lýðræðið núna?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband