8.4.2009 | 01:31
Þvílík steypa!
Því er haldið fram af minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttir að Sjálfstæðisflokkurinn haldi þinginu í gíslingu, þvílík steypa. Hann hefur þvert á móti ítrekað lýst yfir vilja til að taka fyrir og afgreiða þau brýnu mál er snúa að endurreisn atvinnulífsins og heimilanna í landinu. Það er sorglegt að stjórnarflokkarnir skuli gera stjórnarskrá lýðveldisins að peði í pólitísku valdatafli sínu í stað þess að vinna að því að endurreisa íslenskt atvinnulíf.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon héldu því fram á blaðamannafundi sínum að sjálfstæðismenn stunduðu málþóf og gagnrýndu það. Mér finnst gagnrýni þeirra athyglisverð í ljósi þess að þarna tala margfaldir Íslandsmeistarar í greininni.
Steingrímur blessaður kallinn hefur verið ræðukóngur Alþingis á undanförnum þingum og ekki hefur Jóhanna slegið slöku við á enn metið fyrir lengstu ræðuna í sögu þingsins. Það gerði hún vorið 1998 þegar hún talaði í tíu klukkustundir og átta mínútur um húsnæðisfrumvarp þáverandi félagsmálaráðherra.Þá voru og ræður þáverandi stjórnarandstöðu í fjölmiðlamálinu, RÚV-málinu, vatnalögum og í umræðum um EES-samninginn margfalt lengri en umræðan um stjórnarskrána nú. Og dæmi nú hver fyrir sig!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.