Færsluflokkur: Bloggar
8.4.2009 | 01:31
Þvílík steypa!
Því er haldið fram af minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttir að Sjálfstæðisflokkurinn haldi þinginu í gíslingu, þvílík steypa. Hann hefur þvert á móti ítrekað lýst yfir vilja til að taka fyrir og afgreiða þau brýnu mál er snúa að endurreisn atvinnulífsins og heimilanna í landinu. Það er sorglegt að stjórnarflokkarnir skuli gera stjórnarskrá lýðveldisins að peði í pólitísku valdatafli sínu í stað þess að vinna að því að endurreisa íslenskt atvinnulíf.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon héldu því fram á blaðamannafundi sínum að sjálfstæðismenn stunduðu málþóf og gagnrýndu það. Mér finnst gagnrýni þeirra athyglisverð í ljósi þess að þarna tala margfaldir Íslandsmeistarar í greininni.
Steingrímur blessaður kallinn hefur verið ræðukóngur Alþingis á undanförnum þingum og ekki hefur Jóhanna slegið slöku við á enn metið fyrir lengstu ræðuna í sögu þingsins. Það gerði hún vorið 1998 þegar hún talaði í tíu klukkustundir og átta mínútur um húsnæðisfrumvarp þáverandi félagsmálaráðherra.Þá voru og ræður þáverandi stjórnarandstöðu í fjölmiðlamálinu, RÚV-málinu, vatnalögum og í umræðum um EES-samninginn margfalt lengri en umræðan um stjórnarskrána nú. Og dæmi nú hver fyrir sig!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 16:22
Hvar er lýðræðið núna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 00:47
Kosningar nálgast og allir fá þá eitthvað fallegt!
Það er ekki hægt að segja annað en að Ögmundur Heilbrigðisráðherra fari mikinn nú um þessar mundir, það er öllu sem forveri hans var búinn að gera snúið við. Ekki veit ég hvernig ráðherrann ætlar að borga brúsann en það er öruggt eins og ég sit hér og skrifa þetta að það kemur að skuldadögum. Og hver á þá að borga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 22:38
Dagurinn í dag var góður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 17:36
Get ekki á mér setið.
Starfsfólkið fær 13.500 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)